Kaffihúsafundur með foreldrasamfélaginu

Í gær var haldinn kaffihúsafundur með foreldrasamfélaginu í Stapaskóla. Helgi Arnarson fræðslustjóri fór yfir næstu skref og áherslur fyrir skólaárið 2020-2021. Hann sýndi teikningar af byggingunni og íþróttahúsinu og sundlauginni. 

Helgi fór yfir að á næsta skólaári munu nemendur frá 18 mánaða til 15 ára hefja skólagöngu sína við Stapaskóla. Margar skemmtilegar hugmyndir og spurningar komu frá foreldrahópnum varðandi starfið og bygginguna sjálfa. Greina má spenning og ánægju með framkvæmdirnar og næstu skref.

Gróa Axelsdóttir skólastjóri leiddi svo hópinn í vinnu um einkunnarorð Stapaskóla. Vinna var tekinn út frá Uppbyggingarstefnunni sem skólinn vinnur eftir og var farið í það sem skólasamfélagið vill heyra, sjá og finna í skólastarfinu. Starfsmannahópurinn og nemendur eru nú þegar búnir að vinna að gildum skólans og verða á næstu vikum unnið úr þeim.

Mjög gagnlegur og góður fundur.

Takk fyrir komuna kæru foreldrar.