Jólaglugginn 2023

Á aðventunni er skólastarfið brotið upp með ýmsum hætti og höfum við skapað hjá okkur þá hefð að vera með gluggaskreytingarkeppni Stapaskóla. Síðastliðinn föstudag voru úrslit keppninnar kynnt en til að dæma í keppninni voru fengnir fimm einstaklingar frá ólíkum stofnunum bæjarins. Dómnefndin dæmdi gluggaskreytingarnar eftir þremur þáttum, þ.e. sköpun, frumleika og jólaanda. Mikill metnaður var hjá nemendum fyrir keppninni og munaði litlu í úrslitum dómnefndar. Skólanum er skipt niður í þrjá hópa sem etja kappi, það eru yngsta stig þar sem nemendur á leikskólastigi og í 1. – 2. bekk etja kappi, svo eru það nemendur í 3. – 6. bekk og loks unglingastig eða 7. – 10. bekkur. Sigurvegarar í jólaglugga Stapaskóla 2023 voru 1. bekkur á yngsta stigi, 3. bekkur á miðstigi og 8. bekkur á unglingastigi. Dómnefndin hafði orð á því að þessi keppni hefði verið fjölbreytt og skemmtileg og að það væri virkilega gaman að sjá handbragð nemenda um allan skóla.

Hægt er að sjá fleiri myndir hér