Jólaglugginn 2021

Á aðventunni er skólastarfið brotið upp með ýmsum hætti og höfum við skapað hjá okkur þá hefð að vera með gluggaskreytingarkeppni Stapaskóla. Síðastliðinn föstudag voru úrslit keppninnar kynnt en til að dæma í keppninni voru fengnir fimm einstaklingar frá ólíkum stofnunum bæjarins. Dómnefndin dæmdi gluggaskreytingarnar eftir þremur þáttum, þ.e. sköpun, frumleika og jólaanda. Mikill metnaður var hjá nemendum fyrir keppninni og munaði litlu í úrslitum dómnefndar.

Sigurvegarar í jólaglugga Stapaskóla 2021 voru 3. bekkur en þemað í þeirra skreytingu var Trölli sem stal jólunum. Dómnefndi hafði orð á því að handbragð nemenda hefði þar verið mjög áberandi.

Myndasafn