Jólaglugginn

Þrátt fyrir skrýtna tíma og skert skóalstarf á unglingastigi þá höldum við í jólaandann og gerum okkur glaðan dag í skólanum. Stapaskóli er að skapa ýmsar hefðir og venjur eins og nýjum skóla sæmir. Ein af þessum hefðum er gluggaskreytingarkeppni sem verður árlegur viðburður hjá okkur. Í ár er keppnin með svolítið óhefðbundnu sniði vegna faraldursins en við ákváðum að láta það ekki stöðva okkur. Hver árgangur er því búin að skreyta gluggana sem snúa út á gangana í nýbyggingunni og nemendur í bráðabirgðarhúsnæði gerður fallegar skuggamyndir sem snúa út á leikvöll og bílastæði.

Fimm manna dómnefnd skipuð einstaklingum frá ólíkum stofnunum bæjarins auk fulltrúa foreldra komu til okkar í gær og skoðuðu fínheitin. Dæmt var eftir þremur atriðum, sköpun, frumleika og jólaanda.

Sigurvegarar að þessu sinni var 5. bekkur sem gerði skuggamyndir í anda jólanna. En það var akkúrat jólaandinn sem gerði útslagið hjá dómnefndinni sem öll voru sammála um að skuggamyndin af jesúbarninu annars vegar og englinum hinsvegar væru sannarlega í anda jólanna.

 

Meðfylgjandi eru myndir af nokkrum jólagluggum. Fleiri myndir má finna í myndasafni.