Hringekja á leikskólastigi

 Elstu tveir árgangarnir á leikskólastigi fara í hringekju tvisvar í viku þar sem hin ýmsu viðfangsefni eru tekin fyrir. Áhersla er á að hafa hringekjuna fjölbreytta og þannig að hún nái yfir alla grunnþætti menntunar samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla. Verkefnin eru fjölbreytt þar sem börnin fá tækifæri til að spreyta sig á ýmsum tækni nýjungum sem allir eru að læra á í sameiningu.

Osmo er kennslutlæki fyrir spjaldtölvur þar sem er hægt að vinna með form, tölur, eðlisfræði, teikningar og margt fleira. Osmo er mjög vinsælt meðal barnanna

Blue bot er forritunarleikfang í formi býflugu býflugu sem er stjórnað með tökkum á baki hennar. Börnin þufa að nota rökhugsun og nota talnafærni til að koma býflugunni á réttan stað.

Börnin hafa mikin áhuga á stærðfræði og biðja um verkefni tengd talningu. Börnin hafa verið að nýta numicon form, kubba og fleira í talningarleikjum.

Lubbi finnur málbein er málörvunarefni fyrir allan aldur. Lubbi kynnir okkur fyrir 35 málbeinum sem hjálpa okku að læra íslensku málhljóðin. Táknræn hreyfing er notuð fyrir hvert málhljóð sem gerir þau sýnileg og áþreifanleg.

Ásamt Lubba er verið að vinna með rím, samstöfur, samsett orð og fleiri þætti tengda málkerfisvitund í gegnum spil og fleira. Bókalestur fer fram á hverjum degi þar sem rýnt er í orð sem eru skemmtileg og ný fyrir börnin.

Í listakrók fá börnin tækifæri til að spreyta sig með myndmáli og á skapandi hátt. Skapandi myndmótun eflir sjálfstaustið en aðaláherslan er lögð á ferli vinnunar ekki aðeins útkomuna.