Heimsókn frá Bunavörnum Suðurnesja.

Elstu nemendur leikskólastigs fengu heimsókn frá Bunavörnum Suðurnesja.

Markmiðið með heimsókninni var að fræða börnin um brunavarnir. Logi og Glóð er forvarnarverkefni þar sem slökkviliðsmenn koma og spjalla við nemendur um eldvarnir á heimilinu og horft er á stutta mynd um slökkviálfana Loga og Glóð. Nemendur fá að sjá slökkviliðsmanninn í gallanum, með reykgrímu og fá að handleika stútinn á brunaslöngunni.

Nemendur eru þá orðnir aðstoðarmenn slökkviliðsins og í því felst að þau fara reglulega um skólann og yfirfara brunavarnir. Nemendur fá svo viðurkenningarskjal í lok skólaárs.