Heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja

Elstu börn leikskólans fengu heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja.

Í vetur hafa elstu börnin á Óskasteini verið aðstoðarmenn slökkviliðsins í gegnum verkefni sem kallast, Logi og Glóð. þar hafa þau verið að fylgjast með hvort að eldvarnir í leikskólanum séu í lagi. Þau hafa skipts á að yfirfara brunavarnir leikskólans eftir lista frá slökkviliðinu.

Gunnar slökkviliðsmaður kom í nýlega heimsókn á brunabílnum sínum.  Hann gaf börnunum viðurkenningarskjöl fyrir að vera aðstoðarmenn slökkviliðsins og sýndi börnunum bílinn að innan og utan og fengu þau að sprauta úr brunaslöngunni. Þessi heimsókn sló í gegn hjá börnunum og þökkum við Gunnari innilega fyrir.