Hefðbundið skólastarf hefst að nýju

Hefðbundið skólastarf

Frá og með mánudeginum 4. maí hefst hefðbundið skólastarf að nýju. Þá mæta allir nemendur og allt starfsfólk til starfa. Hefðbundin stundaskrá tekur gildi en við minnum á að úti íþróttir eru byrjaðar. Frístundaheimilið Stapaskjól verður með hefðbundu sniði. Varðandi gjöld vegna frístundaheimilis og skólamatar fer það í eðlilegt horf frá og með mánudeginum.

Við viljum þakka foreldrum og nemendum fyrir gott samstarf á tímum skerts skólastarfs vegna Covid – 19. Allt skipulag og utanumhald hefur gengið mjög vel.

Breyting verður gerð á skóladagatali og útfært á annan hátt en það er samtalsdagur/skertur nemendadagur 27. maí. Ákveðið hefur verið að hafa hefðbundinn skóladag í staðinn.

Við hlökkum til að komast í eðlilegt skólastarf og að fá alla nemendur okkar til baka.

Sumarkveðjur