Hátíðarsöngstund og jólasamvera

Aðventan í Stapaskóla er búin að vera viðburðarík. Í gær var Hátíðarsöngstund á sal hjá nemendum í 1. - 5. bekkjar. Þar komu nemendur með árgöngum sínum og sungu og dönsuðu. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og skemmtu sér vel.

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg. Nemendur komu með góðgæti, hlustuðu á jólasögu og opnuðu jólapakka frá hvort öðru. Nemendur komu saman á sal og dönsuðu í kringum jólatréð.

Starfsfólk óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Skóli hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. janúar 2020.

Skrifstofa skólans er lokuð til mánudagsins 6. janúar 2020.