Göngum í skólann 2023

Á alþjóðlega Göngum í skólann daginn, 4.október, fór fram verðlaunaafhending á gullskónum í Tröllastiganum. Nemendur í Stapaskóla voru mjög dugleg að nýta sér virkan ferðamáta á leið sinni í skólann og viljum við hvetja nemendur til að vera dugleg að nýta sér virkan ferðamáta á leið í skólann. Það er svo gott að byrja daginn á smá útiveru. Í 1. – 3.bekk var það 3.bekkur sem hlaut gullskóinn og í 4.-6.bekk var það 5.bekkur sem hlaut gullskóinn. Flott verkefni sem Stapaskóli tók þátt í.