Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólanemendur

Nú í vetur verður sú breyting að skólamáltíðir (hádegismatur) grunnskólanemenda verða gjaldfrjálsar fyrir alla nemendur. Til að framkvæmd þessi verði sem best þurfa foreldrar/forráðafólk nú að skrá hvern nemanda í mataráskrift ef vilji er til að nýta skólamatinn. Skráning nemenda í áskrift er nauðsynleg til að tryggja máltíðir fyrir alla sem þess óska en með því má halda matarsóun í lágmarki.

Skráning í mataráskrift hefst fimmtudaginn 22. ágúst 2024 á www.skolamatur.is 

Á hverjum degi bjóðum við upp á tvo næringarríka aðalrétti, þar af er annar ávallt vegan. Meðlætisbar er í boði daglega og á honum má finna fjölbreytt úrval af fersku grænmeti og ávöxtum.

Á heimasíðu Skólamatar: www.skolamatur.is finnur þú upplýsingar um matseðla, innihaldslýsingar og næringarútreikning allra máltíða. Þar er einnig hægt að skrá sig á póstlista og fá þá matseðilinn í tölvupósti. Við erum dugleg að deila upplýsingum og öðrum fróðleik á samfélagsmiðlana okkar. Þú getur fylgt okkur þar: www.facebook.com/skolamatur og @skolamatur_ehf á Instagram.