Gagnvirka gólfið

Active floor eða gagnvirka gólfið er hannað til að koma hreyfingu og leik inn í námið. Í gagnvirka gólfinu nota börnin allan líkamann og læra og þroskast vitsmunalega, félagslega og líkamlega. Börnin á Óskasteini fara einu sinni í viku í gagnvirka gólfið í hina ýmsu leiki. Allir þessir leikir eru með hreyfinguna í fyrirrúmi.

Skynjunarleikur eins og fiskaleikurinn þar sem börnin eiga að ná ákveðnum fiskum eða passa að fiskurinn nái þeim ekki. Með hverju skrefi í vatninu heyrast viðeigandi vatnshljóð.
Klassískir púsl leikur þar sem þarf að nota allan líkamann til að færa púslin til. Frábær leikur fyrir rök- og stærðfræðihugsun.
Geimveruleikurinn þar sem að hvert barn fær ákveðin lit og sá sem kremur flestar geimverur í sínum lit er sigurvegarinn.
Minnisleikir sem þjálfa minni barna og reyna á samstarf þeirra og samskipti.

Börnin á Óskasteini bíða spennt alla vikuna eftir að komast í gagnvirka gólfið okkar og skemmta sér alltaf jafn vel. Í þetta skiptið prófuðu þau fiskaleikinn og geimveruleikinn