Fyrsta vikan í óvanalegu ástandi

Þá er fyrsta vika liðin í nýju umhverfi og óvanalegu ástandi. Allt skipulag gekk vel og börnin einstaklega góð og yfirveguð. Þetta eru virkilega fordæmalausir tímar og allir að gera hluti í fyrsta sinn. Mig langar að hrósa börnunum fyrir að vera svo flott og tilbúin í þetta. Þau hafa notið þess að vera í litlum nemendahópum með faglegu fólki sér við hlið. Foreldrar þeirra fá einnig hrós fyrir að hafa undirbúið börnin sín vel fyrir að mæta í umhverfi sem er ólíkt því sem þau hafa vanist.

Næsta vika verður með sama sniði, nemendahópnum skipt upp í tvo hópa sem mæta annan hvern dag. 

Við hvetjum foreldra að vera duglega að njóta samverunnar og að prófa nýja hluti sem kennarar hafa verið að senda í tölvupósti, hugmyndabankinn. 

Góða helgi og kærar þakkir fyrir vikuna.

Gróa skólastjóri