Foreldradagur 3. október

Á þriðjudaginn 3. október er foreldradagur á grunnskólastigi. Nemendur eru í skólanum frá kl.8.30 - 10.30. Frístundaheimilið opnar strax í kjölfarið en aðrir nemendur fara heim.

Foreldrar barna í 1., 3., 5., 7. og 9. bekk mæta kl.11.00 í sína tvennd. 

Foreldrar barna í 2., 4., 6., 8. og 10. bekk mæta kl.12.30 í sína tvennd.

Í hverri tvennd er kynning á starfi vetrarins og síðan verður farið í hópavinnu þar sem áherslan verður á að efla samskipti og tengsl foreldrahópsins og bæta líðan nemenda innan og utan skóla. Kynningarnar eru mismunandi eftir árgöngum en hópavinnan er eins.