- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Í dag er fánadagur heimsmarkmiðanna og er hann haldinn í annað skiptið á Íslandi.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt fyrir níu árum og er markmið þeirra að skapa betri heim meðal annars með því að ná tökum á loftslagsbreytingum, auka jöfnuð og útrýma sárafátækt fyrir árið 2030. Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi þess að við tökum öll þátt í því að vinna að þessum markmiðum.
Hinrik Bjarki Hjaltason, formaður nemendafélagsins, flaggaði fána heimsmarkmiða við Stapaskóla í fyrsta sinn.