Nemendur spyrja skólastjóra út í skólastarfið!

Heimsókn og spjall við skólastjóra fór fram í öllum árgöngum á grunnskólastigi og elsta árgangs leikskólastigs sl vikur. Tilgangur með heimsókninni var að heyra þeirra hugmyndir og ábendingar um skólastarf. Einnig gafst nemendum færi á að spyrja að því sem þeim langaði til.

Samtölin voru mjög góð, nemendur til fyrirmyndar og vel undirbúnir af kennurum sínum. Skólastjóri spurði einnig út í nokkur atriði er viðkemur skólastarfinu.

Helstu spurningar nemenda voru:

  • hvenær kemur sundlaug og íþróttahús?
  • hvað ertu með í laun?
  • hvenær er dótadagur?
  • getum við fengið nöfn eða lása á munaskápa?
  • getum við fengið billiard borð?
  • getum við fengið ruslatunnu á leikskólalóð?
  • borgaðir þú skólann sjálf?
  • hvað kostaði skólinn?
  • áttu hund eða kött?

Mjög skemmtilegar spurningar og spjall sem skapaðist í kringum þær. Þetta er aðeins sýnishorn af þeim fjölmörgu spurningum sem komu.

Skólastjóri spurði nemendur út í húsgögnin og upphaf skóladagsins. 

  • flest allir nemendur eru mjög ánægðir með að geta valið sér vinnuumhverfi við hæfi. Þeir segjast velja sér aðstöðu við hæfi eftir verkefnum.
  • allir nemendur eru sáttir við að skóladagurinn þeirra á grunnskólastigi hefjist kl.8. 30 þó svo sumir vildu byrja enn seinna

Við stefnum að því að gera þetta árlega og vonandi tvisvar yfir skólaárið til að taka stöðuna hjá nemendum og að eiga samtal um skólastarf því nemendur hafa ýmislegt fram að færa.