Bleikur dagur í Stapaskóla

Föstudaginn 16. október verður bleikur dagur fyrir alla nemendur og starfsmenn Stapaskóla sem og víðar í tilefni af árveknisátaki Kabbameinsfélagsins.

Við viljum hvetja alla til að mæta í einhverju bleiku, sama hvað það er, bleikur bolur, peysa, buxur, sokkar, húfa, naglalakk eða hvað sem ykkur dettur i hug.

Þeir sem ekki eiga eitthvað bleikt geta mætt í rauðu eða appelsínugulu.