Útskrift elstu barna á leikskólastigi

Miðvikudagurinn 29. maí var stór dagur hjá elstu börnum leikskólastigs Stapaskóla en þann dag útskrifuðust 23 nemendur við hátíðlega athöfn í fjölnotasal skólans.

Leikskólinn útskrifar börn af 1. skólastiginu en í haust fara þau á næsta skólastig sem er grunnskólinn.
Nemendurnir voru búin að æfa þrjú lög sem þau sungu á sviði fyrir foreldra sína og starfsfólk. Pálína Hildur aðstoðarskólastjóri hélt stutta ræðu og fengu allir nemendur útskriftarskjal ásamt rós frá skólanum.
Eftir athöfnina bauð skólinn börnum og foreldrum upp á léttar veitingar.

Við óskum útskriftarnemendum okkar og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með áfangann.

Allar stundir okkar hér
er okkur ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flytjum þér
takk fyrir samveruna.