Verkefni um viðbragðsaðila á Óskasteini

Krakkarnir á Óskasteini eru að vinna með viðbragðsaðila eftir aðferðafræði könnunaraðferðinnar. Í gegnum könnunaraðferðina læra börn með því að framkvæma (learning by doing).

Liður í því var að fá vin okkar Gunnar Jón hjá Brunavörnum Suðurnesja í heimsókn að sína okkur sjúkrabíl og segja okkur frá sjúkraflutningum.

Til að sýna þeim hvernig þetta virkar allt saman var Ísabella lögð á börurnar og  sögðust sjúkraflutningamennirnir ætla að fara með hana á elliheimilið. Það fannst krökkunum mjög fyndið. Síðan fengu allir að skoða sjúkrabílinn.

Mikið er nú gott að eiga svona góða vini hjá Brunavörnum Suðurnesja, takk fyrir heimsóknina.

 

Hægt er að sjá hér