Einkunnarorð Stapaskóla

Búið er að mynda einkunnarorð Stapaskóla sem starfsfólk, nemendur og foreldrar tóku þátt í. Unnið var út frá því sem við viljum sjá, heyra og finna í skólastarfinu. Starfsfólk vann saman á starfsmannafundum, nemendur saman á sal þar sem Stapaskólabyggingin var kynnt og foreldrar á kaffihúsafundi.

Það sem allir vilja helst sjá, heyra og finna er:

Gleði - Vinátta - Samvinna - Virðing

Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessari mikilvægu vinnu fyrir.