Eflum enn frekar skapandi skólastarf!

Hér eru fulltrúar allra skóla sveitarfélagsins sem fengu styrki.
Hér eru fulltrúar allra skóla sveitarfélagsins sem fengu styrki.

Við erum afar stolt af skólastarfi Stapaskóla og þeirri grósku og krafti sem einkennir starfsmannahópinn. Í ár veitti Reykjanesbær styrki úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði til tuttugu verkefna. Af þeim fékk Stapaskóli styrki til sjö verkefna.

Þau eru:

  • Þrívíddarkennsla Tinkercad
  • App fyrir íþróttakennara Reykjanesbæjar
  • Hugarfrelsi
  • Læsi fyrir lífið
  • Málebra – námsefnisvefur í málfræði og algebru
  • Stapakastið
  • Leikur að starfi – borðspil

Ásamt þessum styrkjum hlaut Haukur Hilmarsson hönnunar- og smíðakennari styrk frá Þróunarsjóði námsgagnasjóðs fyrir heimasíðugerð smiðjukennslu í Stapaskóla að upphæð kr.2.000.000.

Við hlökkum til að auðga skólastarf í Stapaskóla með vellíðan að leiðarljósi fyrir nemendur og starfsfólk.