Dvalarsamningar fyrir leikskólastig

Góðan dag kæru foreldrar.

Núna erum við komin með dvalarsamninga fyrir leikskólastigið og þurfum að boða foreldra til okkar til að fylla þá út sem fyrst.
Við verðum með opið á skrifstofunni í Stapaskóla (bráðabirgðahúsnæðið) fimmtudaginn 18. Júní og föstudaginn 19. júní milli kl. 9:00-15:00 til að taka á móti ykkur og fylla út dvalarsamninga.

Nemendur fæddir 2019-2018 munu hefja aðlögun 31. ágúst og eldri nemendur hefja aðlögun á skólasetningu Stapaskóla 24.ágúst.
Við bíðum spennt eftir að fá að hitta ykkur á fimmtudag eða föstudag