Dagur tónlistarskólans á leikskólastigi

Í tilefnin af degi tónlistarskóla í dag 7. febrúar fengum við nemendur frá þeim í heimsókn til okkar á leikskólastig. Það voru þær Hildur Ósk sem kom með klarínettið sitt og Telma Líf kom með þverflautuna sína. Þær eru báðar nemendur á grunnskólastigi Stapaskóla en kennarinn hennar Hildar, hún Kristín Þóra, kom með þeim og sagði börnunum aðeins frá hljóðfærunum og hvað felst í því að vera í tónlistarskóla. Síðan spiluðu stelpurnar fyrir okkur sitthvort lagið, Þorraþræll og Gamli Nói. Börnunum fannst þetta mjög áhugavert og hlustuðu vel enda lög sem við syngjum í leikskólanum. Þetta var skemmtileg heimsókn á degi tónlistarskólans.

Dagur tónlistarskólans á leikskólastigi