Brúum bilið – samstarf skólastiga

 

Samstarf leik-og grunnskóla er mikilvægur þáttur sem skapar samfellu í námi barna á skólastigunum tveggja og stuðlar að vellíðan og öryggi við þessi tímamót í líði hvers barns.

 

Í síðustu viku fóru nemendur 1.bekkjar í heimsóknir í leikskólana Akur og Holt. Nemendur gengu í góðu veðri í leikskólana og tóku strætó til baka. Hópurinn skiptist í tvo hópa og fengu nemendur að heimsækja þá leikskóla sem þeir stunduðu nám við. Nemendur voru að vonum spenntir að fá að taka aftur þátt í leikskólastarfi. Nemendur skemmtu sér konunglega og mátti sjá bros á hverju andliti á leiðinni til baka.