Brúum bilið – Heimsókn í Akurskóla

Við höldum áfram samstarfinu til að auka samfellu skólastiganna. Að þessu sinni hittust 1.bekkir Stapaskóla og Akurskóla ásamt elstu börnum af leikskólunum Akri og Holti. Tilefnið var dagur íslenskar tungu sem er næstkomandi laugardag. Börnin fengu tækifæri til að sjá og hlýða á Áslaugu Jónsdóttur rithöfund. Áslaug skrifaði meðal annars skrímslabækurnar vinsælu og las hún fyrir börnin bækurnar Skrímslakisi, Skrímsli í vanda, Skrímsli í heimsókn og Góða nótt. Áslaug sýndi líka börnunum teikningar af glænýrri bók um skrímslin sem er í vinnslu og kemur út á næsta ári. Það er spennandi!