Bóndadagur í leikskóla Stapaskóla

Við á leikskólastigi Stapaskóla héldum upp á bóndadaginn sl. föstudag en fyrsti dagur mánaðarins þorra í gamla norræna tímatalinu er nefndur bóndadagur. Lára, starfsmaður í leikskólanum, kom í Íslenskum þjóðbúningi og fannst krökkunum hún mjög fín. Í hádeginu var kjötsúpa í matinn en jafnframt fengu allir líka smakk af þorramat. Sumir voru mjög hugrakkir og smökkuðu hákarlinn en flestir héldu sig við það sem þau þekkja eins og slátur, sviðasultu, hangikjöt og harðfisk.

Eftir hádegi vorum við búin að bjóða pöbbum og öfum, bræðrum eða frændum í þjóðlegt kaffi og kleinur. Síðan gekk Pálína Hildur aðstoðarskólastjóri á milli deilda með þorravagninn og vakti hann mikla lukku hjá gestunum. Bóndadagurinn var afskaplega skemmtilegur og þökkum við kærlega öllum þeim sem sáu sér fært að heimsækja okkur, fyrir komuna.

Bóndadagur í leikskóla Stapaskóla