Bókagjöf - Mei mí beibísitt

Í gær fékk Stapaskóli veglega bókargjöf frá Mörtu Eiríksdóttir, rithöfundi. Færði hún skólanum 50 eintök af bókinni "Mei mí beibísitt - Æskuminningar úr bítlabænum Keflavík", auk vinnuheftis fyrir kennara. Bókina gaf Marta út árið 2012 en hún er söguleg skáldsaga úr Keflavík sem gerist á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Sagt er frá daglegu lífi barna í bæjarfélaginu þar sem skapandi kraftur þeirra sá um að skemmta þeim sjálfum daglangt á sumrin. 

Þökkum við Mörtu kærlega fyrri gjöfina sem vafalaust mun nýtast í kennslu og yndislestur nemenda.