Blue bot á leikskólastigi

Nemendur á Óskasteini, elstu deild leikskólastigs Stapaskóla, skoðuðu Blue bot um daginn. Þeim fannst mjög áhugavert að læra á hana. Blue bot er forritunarleikfang í formi býflugu. Býflugunni er stjórnað með tökkum á baki hennar. Börnin prufuðu að ýta á takkanna og sjá hana færa sig úr stað. Þau prufuðu einnig að láta býfluguna keyra á milli sín. Börnunum fannst vanta braut sem býflugan gæti keyrt eftir og ákváðu þau að nota einingakubba til þess. Þegar brautin var tilbúin þá skiptust þau á að stjórna býflugunni og sjá hvort hún gæti keyrt eftir brautinni.