Blár apríl

Á morgun 9. apríl er Blái dagurinn þetta árið.

Við í Stapaskóla hvetjum þá alla til þess að klæðast einhverju bláu og fagna fjölbreytileikanum með einhverfu snillingunum okkar.

Blár Apríl, styrktarfélag barna með einhverfu var stofnað árið 2013 en markmið félagsins hefur alla tíð verið að stuðla að fræðslu og vitundarvakningu um málefni barna með einhverfu.

"Einhverfa á sér ýmsar birtingarmyndir og getur haft áhrif á færni til náms og samskipta."

"Ef þú þekkir eina manneskju með einhverfu, þá þekkirðu einmitt eina manneskju með einhverfu. Einkennin eru alls konar."

Á heimasíðunni www.blarapril.is/ er að finna upplýsingar um styrktarfélagið og ýmsan fróðleik varðandi einhverfu.