Allir í hús á mánudag!

Frábærar fréttir á föstudegi til nemenda og starfsfólks Stapaskóla en allir nemendur munu komast inn í sínar tvenndir á mánudaginn. Þá munum við fá matsalinn, fjölnotasalinn, tónmenntarstofuna og tónlistarstofurnar. Nemendur og starfsfólk var spennt og tilhlökkun mikil hjá öllum.

Góða helgi og við hlökkum til að nota flotta skólann okkar að fullu í frábært og skemmtilegt skólastarf.

Við  leyfum mynd af nemendum og starfsfólki prófa sig áfram á klifurveggnum sem nú er kominn upp.