Aðventan í Stapaskóla

Í desember brjótum við svolítið upp hefðbundið skólastarf þar sem við m.a. syngjum saman, föndrum, skreytum og eigum notalegar stundir. Dagskrá aðventunnar verður með eins hefðbundnu sniði og hægt er en tekur þó mið af þeim aðstæðum sem við búum nú við. 

Hér er yfirlit yfir helstu viðburði sem eru sameiginlegir fyrir allan skólann eða aldursstig. Nánari upplýsingar um uppbrot berast frá umsjónarkennurum/deildarstjórum.

Aðventan á grunnskólastigi.

Aðventan á leikskólastigi.

Athygli er vakin á því að 16. desember verður hátíðarmatur í hádeginu. Þeir sem ekki eru í mataráskrift þennan dag geta keypt staka máltíð, þ.e. ,,hátíðarmiða" á 850 kr. Þeir sem eiga matarmiða þurfa að skipt honum út fyrir ,,hátíðarmiða" í mötuneytinu. Sala og miðum og skipti á miðum stendur yfir dagana 8. - 14. des. milli kl. 9 - 11 í mötuneytinu. Aðeins er hægt að borga með peningum.