Aðalinngangur kominn í notkun!

Nú höfum við fengið aðal anddyri afhent og þar munu nemendur í 3. - 9. bekk ganga um. Nemendur á leikskólastigi, 1. og 2. bekk ganga inn um austur inngang. Við beinum því foreldrum á hringinn við aðal anddyri til að nota sem sleppistæði fyrir 3. - 9. bekk og austur inngang fyrir þau yngri.