9. og 10. bekkur tók þátt í samræðuverkefni um íslenska tungumálið

Nýlega tóku nemendur í 9. og 10. bekk þátt í samræðuverkefni um íslenska tungumálið. Nemendur fengu fjölda staðreynda um íslenskt tungumál sem þeir ræddu og flokkuðu í þrjá flokka:

+      Já, ég er sammála

+      Nei, ég er ósammála

+      Bæði og… (ég get verið sammála í ákveðnum aðstæðum og ósammála í öðrum).

Þegar allar staðreyndirnar höfðu verið flokkaðar færðu nemendur rök fyrir skoðunum sínum og kennari safnaði hugmyndunum saman. Umræðurnar voru dregnar saman í pistil sem Abdallah, Gabríela og Matthildur fluttu á sal Stapaskóla á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2021. Í kjölfarið unnu þeir upptöku og gáfu leyfi til að birta hana á netinu.

 

Verkefnið er samið af Jóhanni Björnssyni, heimspekikennara í Réttarholtsskóla og það má nálgast í námsefni hans á vefnum: https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/sextiuogagtta_aefingar/59/#zoom=z