2. bekkur plokkar og skoðar skólalóðina

Sunnudagurinn 30. apríl er Stóri plokkdagurinn. Í tilefni þess fóru nemendur í 2. bekk saman út og skoðuðu skólalóðina með augum náttúrunnar. Þau merktu alla staði sem eru náttúrulegir á lóðinni og skoðuð hvernig gróðurinn var farinn og hvort við þurfum ekki að huga betur að honum. 

Á sama tíma safnaði hópurinn öllu rusli sem þau fundu. Þau greindu tegundir ruslins niður eftir flokkunarreglum sem þau leituðu eftir á vefnum og flokkuðu allt samviskusamlega. Að lokum tóku þau upp myndband af sér útskýra hvað þau fundu og ræddu sína skoðun á skólalóðinni okkar með tilliti til náttúrunnar.  

Myndir: 2. bekkur plokkar og skoðar skólalóðina