Samskiptaáætlun Stapaskóla

Einkunnarorð Stapaskóla eru gleði, vinátta, samvinna og virðing. Við viljum innleiða þau í allt okkar skólastarf. Stapaskóli leggur áherslu á að skapa jákvætt og uppbyggjandi umhverfi þar sem öllum líður vel. Skólinn vinnur að fyrirbyggjandi aðgerðum með þverfaglegu starfi starfsfólks og leitast eftir samstarfi við heimili og samfélag um nám og velferð nemenda. Stapaskóli starfar eftir uppbyggingarstefnunni uppeldi til ábyrgðar (e. restitution) sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga. Með uppeldi til ábyrgðar þjálfast nemendur í að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum. Samskiptaáætlun auðveldar okkur að stuðla að jákvæðum skólabrag og samvinnu. Samskiptaáætlun stapaskóla er í fjórum hlutum sem eru: stefna Stapaskóla í samskiptamálum, starfsáætlun samskiptateymis, forvarnaráætlun í samskiptum og viðbragðsáætlun við samskiptavanda, einelti og ofbeldi. Samskiptaáætlun Stapaskóla er byggð á handbók um einelti og vináttufærni eftir Vöndu Sigurgeirsdóttir og Hrefnu Sigurjónsdóttir auk þess sem byggt er á markmiðum uppbyggingarstefnunnar og stuðst við samskiptaáætlanir annarra skóla, til dæmis samskiptaáætlun Sandgerðisskóla.

Samskiptaáætlun Stapaskóla er mótuð og endurskoðuð af samskiptateymi og umsjónaraðila þess. Viðbragðsáætlun er ætlað að fullnægja ákvæði laga um grunnskóla (nr. 91/2008) sem segir að: “skólar skuli hafa áætlun um framkvæmd tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum, um hvernig brugðist er við tilkynningum um einelti, annað ofbeldi og félagslega einangrun. Áætlun skal m.a. framfylgt með því að hver skóli setji sér skólareglur. Í skólareglum skal m.a. kveðið á um almenna umgengni, samskipti, stundvísi, ástundun náms og heilbrigðar lífsvenjur. Þá skal í skólareglum koma fram hvernig skólinn hyggst bregðast við brotum á þeim.” Skólareglur Stapaskóla má finna hér.

Samskiptaáætlun Stapaskóla

Tilkynning um samskiptavanda, einelti eða ofbeldi

Á vefsíðu Menntamálastofnunar má nálgast eftirfarandi upplýsingar um eineltismál:

Saman gegn einelti - Kynningarmyndband um einelti 

Kynningarbæklingur fagráðs á íslensku.
 
Kynningarbæklingur fagráðs á ensku.

Kynningarbæklingur fagráðs á pólsku.
 
Upplýsingar um fagráð eineltismála.