Bolludagur

Á Íslandi hefur tíðkast að borða bollur sem eru annað hvort vatnsdeigsbollur eða gerbollur fylltar með allskyns rjóma og sultu. Rík hefð var fyrir því að föndraðir voru bolluvendir, oftast úr litríkum pappírsræmum sem límdar eru á prik. Börn flengdu svo foreldra sína með vendinum og hrópuðu; Bolla! Bolla! Bolla!