Valgreinar 7. - 9. bekkur

 
Framboð valgreina fyrir 7. - 9. bekk er mismunandi á ári hverju. Nemendur velja þær greinar sem þeir hafa mestan áhuga á og síðan aðrar greinar til vara. Mikilvægt er að nemendur skoði vel bæklinginn og kynni sér þær valgreinar sem eru í boði áður en valið er.
Nokkrir punktar sem þarf að huga að við valið:
 
- Valgreinar eru kenndar í 10 -11 vikna lotum.
- Hver lota er ein valeining.
- Nemendur í 7. bekk velja þrjár valeiningar.
- Velja eina valgrein í hverri lotu á mánudegi (ekki velja á miðvikudegi)
- Nemendur í 8. og 9. bekk velja sex valeiningar.
- Velja valgreinar á mánudegi og miðvikudegi
- Heilsársval telst því sem þrjár valeiningar.
- Mikilvægt að setja inn 2 varavalgreinar.
- Fara vel yfir áður en þið sendið inn, telja valeiningarnar (þrjár hjá 7. bekk og sex hjá 8. og 9. bekk auk tveggja varavalgreina).
 
Skila þarf inn vali fyrir 14. september 2020