Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti er fyrsti dagur hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu 19.–25. apríl. Samkvæmt íslenskri þjóðtrú boðar það gott sumar ef sumar og vetur frjósa saman. Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að bæjarfélög haldi ýmiss konar hátíðir fyrir börn og fjölskyldur þeirra á þessum degi.