Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn 16. nóvember ár hvert sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. 

Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar var valinn til minningar um framlag hans til íslenskunnar. Fyrsti dagur íslenskrar tungu var 16. nóvember 1996 og hefur verið haldinn síðan árlega.