Fréttir

Jólaleyfi á grunn- og leikskólastig

Þá styttist í að allir nemendur og starfsfólk Stapaskóla fari í jólaleyfi. Á morgun, 20. desember, eru litlu jól á grunnskólastigi, Nemendur mæta klukkan 10 og eiga notalega stund með samnemendum og kennurum sínum sem lýkur um 11. Eftir það eru nemendur komnir í jólafrí en mæta aftur 4. janúar 2024. Á leikskólastigi er opið út föstudaginn 22. desember en þá hefst jólafrí fram til 2. janúar 2024.
Lesa meira

Óskilamunir

Töluvert magn af óskilamunum liggur nú frammi við báða inganga skólans. Um er að ræða fatnað, skóbúnað, yfirhafnir, skólatöskur, íþróttatöskur, brúsa og sitthvað fleira. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma við og fara í gegnum óskilamunina og athuga hvort að þarna sé leynist eitthvað sem tilheyrir ykkar barni. Farið verður með óskilamuni í rauða krossin eftir áramót.
Lesa meira

Jólaglugginn 2023

Á aðventunni er skólastarfið brotið upp með ýmsum hætti og höfum við skapað hjá okkur þá hefð að vera með gluggaskreytingarkeppni Stapaskóla. Síðastliðinn föstudag voru úrslit keppninnar kynnt en til að dæma í keppninni voru fengnir fimm einstaklingar frá ólíkum stofnunum bæjarins. Dómnefndin dæmdi gluggaskreytingarnar eftir þremur þáttum, þ.e. sköpun, frumleika og jólaanda. Mikill metnaður var hjá nemendum fyrir keppninni og munaði litlu í úrslitum dómnefndar. Skólanum er skipt niður í þrjá hópa sem etja kappi, það eru yngsta stig þar sem nemendur á leikskólastigi og í 1. – 2. bekk etja kappi, svo eru það nemendur í 3. – 6. bekk og loks unglingastig eða 7. – 10. bekkur. Sigurvegarar í jólaglugga Stapaskóla 2023 voru 1. bekkur á yngsta stigi, 3. bekkur á miðstigi og 8. bekkur á unglingastigi. Dómnefndin hafði orð á því að þessi keppni hefði verið fjölbreytt og skemmtileg og að það væri virkilega gaman að sjá handbragð nemenda um allan skóla.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu í Stapaskóla

Í dag, þann 16. nóvember var haldið upp á Dag íslenskrar tungu hér í Stapaskóla. Dagurinn var fjölbreyttur hjá nemendum en allir árgangar brutu upp daginn með skemmtun og gleði. 1. og 2. bekkur auk Óskasteins á leikskólastigi fengu Höllu Karen í heimsókn. Hún leiklas söguna um Grýlu og söng nokkur lög með nemendum. Vakti þetta mikla ánægju og gleði á meðal barnanna. 3. – 6. bekkur koma fram á sal í skemmtilegum atriðum sem þau hafa undirbúið undanfarna daga, má þar helst nefna söng og ljóðalestur. Auk þess sem sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar frá því í vor, þær Íris Brynja og Dagbjört Dóra, fluttu ljóð. Notaleg stund á sal og eiga nemendur og kennarar þeirra hrós skilið fyrir vel undirbúin og skemmtileg atriði. Á unglingastigi var blásið til spurningakeppni á milli nemenda í 10. bekk og kennara. Spurningahöfundur og dómari var Kormákur Andri kennari í 9. bekk og voru spurningarnar fjölbreyttar og skemmtilegar. Það var töluverður hamagangur í öskjunni þegar bjölluspurningarnar voru bornar upp og keppst var um að ná bjöllunni. Að þessu sinni var það lið kennara sem bar sigur úr býtum. Auk þess afhenti 8. bekkur nemendum í 7. bekk upplestrarkeflið en á Degi íslenskrar tungu hefst undurbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina ár hvert og er það alltaf 7. bekkur sem tekur þátt í þeirri keppni. Dag íslenskrar tungu er haldinn ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson var með lærðustu mönnum síns tíma. Hann var með guðfræðipróf, stundaði nám í lögfræði og lauk síðar prófi í náttúruvísindum frá Kaupmannahafnarháskóla. Jónas fór í rannsóknarferðir um Ísland og skrifaði dagbækur og skýrslur um íslenska náttúru. Auk vísindastarfa var Jónas virkur í útgáfu tímaritsins Fjölnis, hann orti fjölmörg kvæði, samdi sögur og þýddi erlend skáldverk á íslenska tungu
Lesa meira

Námsefnakynning leikskólastigs

Foreldrakvöld var haldið í vikunni á leikskólastigi Stapaskóla og þökkum við þeim sem sáu sér fært að mæta kærlega fyrir komuna. Alltaf gaman að fá tækifæri til að sýna foreldrum hvað fer fram í leikskólanum, þar sem börnin eru meirihluta vökutíma síns. Í upphafi foreldrakvöldsins var aðalfundur foreldrafélagsins en í félaginu eru foreldrar eða forráðamenn nemenda í skólanum. Markmið félagsins eru að vinna að velferð nemenda, efla hag skólans og koma á sem bestu sambandi milli skólans og heimila nemenda. Félagið gengst fyrir ýmsum viðburðum fyrir foreldra og börn. Félagið hefur einnig fært skólanum gjafir sem koma sér vel fyrir börnin. Félagið sendir út gíróseðla til foreldra í byrjun nýs árs. Á fundinum var ný stjórn kynnt fyrir skólaárið 2023-24: Annarósa Ósk Magnúsdóttir, Erna Aðalheiður Karlsdóttir og Inga Sif Ingimundardóttir ákváðu að halda áfram en Silja Sigurðardóttir kemur ný inn. Að loknum aðalfundi foreldrafélagsins fóru foreldrar inn á deildir sinna barna þar sem búið var að leggja fram námsefnið. Geimskip sem var byggt úr einingakubbum af börnum á Óskasteini vakti mikla hrifningu og þótti tilfinningaskrímslið á Álfasteini áhugavert. En það voru fleiri sem komu við sögu á þessu kynningarkvöldi og má þar helst nefna Bínu bálreiðu, Blæ og Lubba, sem er íslenskur fjárhundur sem langar að læra að tala íslensku. Einnig erum við í miklu og góðu samstarfi við grunnskólastig Stapaskóla. Jórunn tónmenntakennari kemur til okkar einu sinni í viku og hittir tvo yngri árganganna en tveir eldri árgangarnir fara til hennar upp í grunnskóla, líka einu sinni í viku. Tveir elstu árgangarnir fara í leikfimitíma hjá Viktori íþróttakennara upp í grunnskóla og einnig fá þeir árgangar að fara í smiðjur en þar hitta þau Brynju náttúrufræðikennara, Hauk smíðakennara og Agöthu textílkennara. Okkur finnst við mjög lánsöm að vera í samreknum leik- og grunnskóla þar sem við lærum og leikum sem ein heild. Við erum afskaplega stolt og ánægð með námsefnið okkar og fannst okkur gaman að fá tækifæri til að sýna foreldrum að sjá hvernig við kennum börnunum í gegnum leikinn.
Lesa meira