Fréttir

Sumarfrístund hefst miðvikudaginn 9. ágúst

Þann 9. ágúst hefst sumarfrístund fyrir þá nemendur sem fara í 1. og 2. bekk haustið 2023. Starfsemin er frá kl. 9.00 - 15.00 alla virka fram að skólasetningu. Börnin fá hádegismat og síðdegisnesti en taka með nesti til að borða fyrir hádegi. Starfsemin fer fram í stofum 1. og 2. bekkjar.
Lesa meira

Stapaskóli í úrslit í Skólahreysti

Nemendur okkar í Skólahreystiliðinu náðu glæsilegum árangri í undankeppni Skólahreysti í gær. Liðið sigraði sinn riðil og tekur þ‏ar af leiðandi þ‏átt í úrslitakeppninni sem fer fram þ‏ann 20.maí. Við óskum nemendum okkar þeim Leonard, Völu, Jens, Júlíönu, Írisi og Gísla til hamingju með árangurinn.
Lesa meira

Skólahreysti - Áfram Stapaskóli!

Í dag, miðvikudaginn 3. maí klukkan 20:00 keppir lið Stapaskóla í Skólahreysti. Keppnin fer fram í Laugardalshöllinni og verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á RÚV. Rúta með stuðningsmönnum af unglingastigi skólans fer frá skólanum kl. 18:15 (ath. nemendur hafa þegar skráð sig í rútuna). ÁFRAM STAPASKÓLI...!!!
Lesa meira

2. bekkur plokkar og skoðar skólalóðina

Sunnudagurinn 30. apríl er Stóri plokkdagurinn. Í tilefni þess fóru nemendur í 2. bekk saman út og skoðuðu skólalóðina með augum náttúrunnar. Þau merktu alla staði sem eru náttúrulegir á lóðinni og skoðuð hvernig gróðurinn var farinn og hvort við þurfum ekki að huga betur að honum. Á sama tíma safnaði hópurinn öllu rusli sem þau fundu. Þau greindu tegundir ruslins niður eftir flokkunarreglum sem þau leituðu eftir á vefnum og flokkuðu allt samviskusamlega. Að lokum tóku þau upp myndband af sér útskýra hvað þau fundu og ræddu sína skoðun á skólalóðinni okkar með tilliti til náttúrunnar.
Lesa meira

Suðurnesjamót í Skólaskák 2023

Skólaskákmót á vegum Skáksambands Íslands var haldið í Stapaskóla 19. apríl sl. 180 krakkar úr grunnskólum á Suðurnesjum kepptu í þremur aldursflokkum á þessu glæsilega stórmóti. Keppendur komu frá Gerðaskóla, Háaleitisskóla, Heiðarskóla, Myllubakkaskóla, Sandgerðisskóla og Stapaskóla.
Lesa meira

Greppikló á leikskólastigi

Börnin á Mánasteini höfðu mikinn áhuga á sögunni um Greppikló svo ákveðið var að grípa áhuga þeirra og vinna meira með söguna. Við unnum eftir aðferðafræði könnunaraðferðinnar. Í gegnum könnunaraðferðina læra börn með því að framkvæma (learning by doing). Forvitni og áhugi barnanna verður til að þekking myndast. Markmiðið með könnunaraðferðinni er að börnin stjórni sínu lærdómsferli, geti búið til tilgátur og leiti lausnar við vandamálum.
Lesa meira