Fréttir

Sumardagurinn fyrsti

Í dag, fimmtudaginn 20. apríl, er sumardagurinn fyrsti. Enginn skóli er á leik- og grunnskólastigi í dag og frístundaheimilið er lokað. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá föstudaginn 21. apríl. Gleðilegt sumar!
Lesa meira

Logi og Glóð - Leikskólaheimsókn

Brunavarnir Suðurnesja heimsækir árlega elstu börnin á leikskólum á þjónustusvæðinu til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Slökkviliðsmenn hafa Loga og Glóð sér til halds og trausts í þessum heimsóknum, en þau eru aðstoðarmenn slökkviliðsins í þessu verkefni. Einnig fá börnin í hendurnar möppur sem í er ýmislegt er tengist brunavörnum auk skemmtilegra verkefna og einfaldra ráðleggingar til foreldra og forráðamanna um öryggi heimilisins.
Lesa meira

List og lífbreytileiki - boðskort á sýningu

Í vetur kom frétt um heimsókn frá rithöfundinum Sverri Norland í tengslum við samvinnuverkefni frá Náttúruminjastofnun Íslands þar sem nemendur í 5. og 6. bekk fengu kennslu í skapandi skrifum. Eftir heimsóknina héldu nemendur áfram vinnu við skrif og einbeittu sér að því að segja sögur af lífverum eða hlutum í ákveðnum vistkerfum.
Lesa meira

Páskafrí

Mánudaginn 3. apríl hefst páskafrí hjá grunnskólastigi Stapaskóla. Nemendur í 1. - 10. bekk mæta aftur til starfa þriðjudaginn 11. apríl samkvæmt stundaskrá. Nemendur á leikskólastigi fara í páskafrí fimmtudaginn 6. apríl og mæta til starfa aftur þriðjudaginn 11. apríl. Gleðilega páska
Lesa meira

Suðurnesjamót í Skólaskák

Suðurnesjamót grunnskóla í skólaskák fer fram 19. apríl í Stapaskóla Reykjanesbæ. Mótið hefst 13:30 en mæting er 13:15. Hver skóli af svæðinu getur mætt með ótakmarkaðan fjölda keppenda. Teflt verður í einstaklingsflokkum 1.–4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.–10. bekkur.
Lesa meira

Fræðslukvöld Fjörheima og FFGÍR

Þann 27. mars kl. 19:30-20:30 verða Fjörheimar með fræðslukvöld um notkun samfélagsmiðla meðal ungmenna í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Skúli Bragi Geirdal frá Fjölmiðlanefnd kemur til að ræða niðurstöður rannsóknarinnar „börn og netmiðlar.“ Starfsfólk Fjörheima ræða einnig um nýja fræðslu sem byggir á niðurstöðum rannsóknarinnar en á næstu dögum verður farið með fræðsluna í alla grunnskóla bæjarins.
Lesa meira

Skertur dagur á leikskólastigi 16. mars

Samkvæmt skóladagatali er skertur dagur á leikskólastigi fimmtudaginn 16. mars frá kl. 13.00. Leikskólastigið lokar því fyrr þennan dag og við biðjum ykkar að vera búin að sækja börnin fyrir kl. 13.00.
Lesa meira